peoplepill id: brostrup-giedde
BG
1 views today
1 views this week
Brostrup Giedde

Brostrup Giedde

The basics

Quick Facts

Brostrup Giedde
The details (from wikipedia)

Biography

Brostrup Giedde
Skjaldarmerki Ove Gjedde, sonar Brostrup, í Tommerup á Skáni.

Brostrup Giedde, Gjedde eða Gedde (um 156018. mars 1614) var danskur aðalsmaður sem var hirðstjóri (höfuðsmaður) á Íslandi 1595-1597.

Hann var fæddur í Tommerup á Skáni og var af dönskum háaðli, sonur Knud Giedde, sem dó þegar drengurinn var ungur, og Margarethe Ulfeldt. Móðirin fór að ástunda léttúðugt líferni eftir að hún varð ekkja, var lokuð inni af ættingjum en síðan sleppt en þegar hún lét sér ekki segjast var syninum fyrirskipað árið 1578 að láta múra hana inni í Tommerup fyrir lífstíð („at lade Moderen indemure, selv overvære Indmuringen og befale ham at holde hende indmuret hendes Livstid efter den derom gjorte Skik"). Við þessu varð Giedde og dó móðir hans innimúruð 22 árum síðar, 22. mars árið 1600.

Hann var skipaður hirðstjóri á Íslandi 1595, var kominn til Bessastaða 18. júní og var á Alþingi um sumarið. Hann sigldi utan um haustið en kom aftur árið eftir og var þá á Alþingi. Johann Bockholt tók svo við embættinu öðru sinni árið eftir en Giedde varð höfuðsmaður á Gotlandi árið 1608 og gegndi því embætti til dauðadags.

Kona Giedde (gift 1585) var Dorthe Pallesdatter Ulfeldt (1564-1600). Einn sonur þeirra, Ove Gjedde, fór fyrir landvinningaleiðangri Dana til Indlands árið 1618 og stofnaði nýlenduna í Trankebar. Hann var síðar gerður að ríkisaðmírál.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Brostrup Giedde is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Brostrup Giedde
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes