peoplepill id: bjoern-snaebjoernsson
BS
2 views today
2 views this week
Björn Snæbjörnsson

Björn Snæbjörnsson

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Björn Snæbjörnsson (um 1606 – júní 1679) var skólameistari í Skálholti um ellefu ára skeið og síðan prestur á Staðarstað og prófestur í Snæfellsprófastsdæmi. Hann var sagður frómur maður í lundarfari og hátterni en heldur tortrygginn.

Björn var sonur séra Snæbjarnar Torfasonar á Kirkjubóli í Langadal og konu hans Þóru, dóttur Jóns Björnssonar á Holtastöðum. Hann fór utan 1624 og var lengi við nám við Kaupmannahafnarháskóla, þótti mjög ástundunarsamur og iðinn en ekki fljótnæmur. Hann fékk hjá konungi vonarbréf fyrir prestsembætti á Staðarstað eða skólameistaraembætti í Skálholti, eftir því hvort losnaði fyrr. Þegar hann kom til Íslands hafði Jón Arason nýverið látið af skólameistarastarfi í Skálholti en Ketill Jörundarson heyrari verið settur í embættið. Hann var hins vegar ekki með háskólapróf eins og Björn og gerði Björn því kröfu til embættisins og naut stuðnings Pros Mund höfuðsmanns, og varð Ketill því að víkja þótt Gísli Oddsson biskup vildi hafa hann áfram. Björn fékk þá embættið og gegndi því til 1648, en varð þá prestur á Staðarstað. Því embætti gegndi hann til dauðadags og var prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi 1662-1681.

Kona Björns var Þórunn Jónsdóttir, dóttir Jón Sveinssonar prests í Holti í Önundarfirði og áttu þau nokkur börn.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Björn Snæbjörnsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Björn Snæbjörnsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes