peoplepill id: bjarni-thorsteinsson
Iceland
1 views today
1 views this week
Bjarni Þorsteinsson
Icelandic priest and composer

Bjarni Þorsteinsson

The basics

Quick Facts

Intro
Icelandic priest and composer
A.K.A.
Bjarni Thorsteinsson
Places
Work field
Gender
Male
Death
Age
76 years
The details (from wikipedia)

Biography

„Bjarni Þorsteinsson“ getur einnig átt við Bjarni Thorsteinsson.

Séra Bjarni Þorsteinsson (14. október 1861 – 1938) var íslenskur prestur og tónskáld en er þekktastur fyrir að hafa safnað íslenskum þjóðlögum og fékk síðar prófessorstitil fyrir verk sitt.

Bjarni varð stúdent 1883 frá Latínuskólanum í Reykjavík, lauk prófi í Prestaskólanum 1888 og vígðist sama ár til Siglufjarðarprestakalls, sem hann þjónaði samfleytt í 47 ár. Árið 1892 kvæntist hann Sigríði dóttur Lárusar Blöndals sýslumanns Húnvetninga. Þau eignuðust 5 börn.

Veturinn 1903-1904 var séra Bjarni í Kaupmannahöfn að rannsaka og afrita sönglegar heimildir úr gömlum íslenskum handritum. Hann átti í miklu stríði við Bókmenntafélagið um útgáfu þjóðlagasafnsins, því að félaginu óx mjög í augum fyrirferð þess. Loks fékk hann Carlsbergssjóðinn til að gefa bókina út. Viðurkenningu verks síns fékk Bjarni mjög af skornum skammti fyrst í stað. Þingið vildi fyrst ekki styrkja hann neitt, enda höfðu menn lítinn skilning á þessu starfi hans. Það voru helst Danir sem greiddu götu hans, tónskáldið J.P.E. Hartmann og prófessor Angul Hammerich, danska kennslumálaráðuneytið og Carlsbergssjóðurinn, með því skilyrði að Alþingi sýndi einhvern lit, sem svo marðist í gegn. Íslensk þjóðlög kom svo út á árunum 1906-1909. Landstjórnin sæmdi síðan Bjarna prófessorsnafnbót, aðallega með tilliti til þessa verks.

Tenglar

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Bjarni Þorsteinsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Bjarni Þorsteinsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes