peoplepill id: bjarni-andresson
BA
1 views today
1 views this week
Bjarni Andrésson

Bjarni Andrésson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Bjarni Andrésson (d. 1428) var ábóti í Viðeyjarklaustri á fyrsta fjórðungi 15. aldar. Hann var vígður 1405, tveimur árum eftir að Páll kjarni lést í Svarta dauða, og var ábóti í klaustrinu til dauðadags.

Bjarni var sonur Andrésar Gíslasonar úr Mörk, hirðstjóra tvívegis á 7. áratug 14. aldar. Hann hefur trúlega verið í ættartengslum eða vináttu við ýmsa helstu höfðingja landsins. Sama ár og hann vígðist ábóti var haldin mikil brúðkaupsveisla í Viðey, þar sem Björn Einarsson Jórsalafari gifti dóttur sína, Vatnsfjarðar-Kristínu, Þorleifi Árnasyni í Auðbrekku og var þar margt stórmenni.

Bjarni ábóti dó 1428 og eftir lát hans var ábótalaust í Viðey og klaustrið þá undir valdi leikmanna, allt þar til Steinmóður Bárðarson varð ábóti 1444 eða þar um bil. Þó er til páfabréf, gefið út í Flórens af Evgeníusi IV 28. október 1441, þar sem hann staðfestir veitingu ábótadæmis í Viðey til Gerreks Lundikin, sem var þýskættaður prestur frá Björgvin, en hann kom þó að öllum líkindum aldrei til Íslands.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Bjarni Andrésson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Bjarni Andrésson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes