peoplepill id: barna-sveinbjoern-thordarson
1 views today
1 views this week
Barna-Sveinbjörn Þórðarson

Barna-Sveinbjörn Þórðarson

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Barna-Sveinbjörn Thórdarson
Gender
Male
Birth
The details (from wikipedia)

Biography

Sveinbjörn Þórðarson (1406 – um 1491) eða Barna-Sveinbjörn var prestur í Múla í Aðaldal á 15. öld. Hann var einkum þekktur fyrir frjósemi sína.

Sveinbjörn var líklega sonur Þórðar Þorsteinssonar bónda á Stóru-Laugum og konu hans Þórdísar, dóttur Finnboga Jónssonar gamla í Ási í Kelduhverfi. Hann var prestur í Múla frá 1433 til dauðadags og prófastur í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. Hann var einn helsti klerkur norðanlands á sinni tíð en var þó langþekktastur fyrir barneignir sínar því honum voru að sögn eignuð yfir 50 börn sem hann gekkst við, 24 synir og 26 dætur. Nöfn barnsmæðra hans eru ekki þekkt. Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns biskups Arasonar, var sonardóttir hans og einnig voru þeir Guðbrandur Þorláksson biskup og Hallgrímur Pétursson sálmaskáld á meðal afkomenda hans.

Um Barna-Sveinbjörn orti Bólu-Hjálmar:

Fimmtíu barna faðir var,
frægurafþessuverki
hinn sterki,
hafði kærar konurnar,
kristni með því efldi þar,
sá maðurinn merki.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Barna-Sveinbjörn Þórðarson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Barna-Sveinbjörn Þórðarson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes