Thorvaldur Thorsteinsson
Icelandic artist
Þorvaldur Þorsteinsson (7. nóvember 1960 á Akureyri – 23. febrúar 2013 í Antwerpen) var íslenskur myndlistarmaður, rithöfundur og leikskáld. Hann er þekktastur fyrir barnaleikritið Skilaboðaskjóðan (1993), fjórar bækur um Blíðfinn (1998-2004) og leikritið And Björk of Course (2002) sem Lárus Ýmir Óskarsson og Benedikt Erlingsson gerðu að samnefndri kvikmynd árið 2004. Hann var kjörinn forseti Bandalags íslenskra listamanna árið 2004 en sagði af sér í kjölfar veikinda árið 2006.