Þorsteinn Gíslason

Icelandic poet
The basics

Quick Facts

IntroIcelandic poet
A.K.A.Thorsteinn Gíslason
A.K.A.Thorsteinn Gíslason
PlacesIceland
wasPoet
Work fieldLiterature
Gender
Male
Birth26 January 1867
Death20 October 1938 (aged 71 years)
Star signAquarius
The details

Biography

Þorsteinn Vilhjálmur Gíslason (26. janúar 1867 – 20. október 1938) var íslenskt skáld, ritstjóri og þýðandi. Þorsteinn vakti máls á stofnun íslensks háskóla. Hann var fylgjandi aðskilnaði við Danmörku og fylgdi Valtý Guðmundssyni að málum gegn heimastjórnarmönnum en síðar breyttist það.

Þorsteinn las norræna tungu og bókmenntir við Kaupmannahafnarháskóla en var meinað að þreyta próf því skólinn viðurkenndi ekki íslenskar bókmenntir eftir 1500. Þorsteinn var ritstjóri Sunnanfara (með Einari Benediktssyni), Bjarka (með Þorsteini Erlingssyni), Skírnis, Óðins, Lögréttu og Morgunblaðsins. Þorsteinn þýddi sálma, þar á meðal sálm 19 og 524 fyrir íslenska sálmabók. Hann þýddi einnig verk eftir Björnstjerne Björnson, Fjodor Dostojevskí, Émile Zola, Rudyard Kipling, Guy de Maupassant, Walter Scott, Gunnar Gunnarsson og Henrik Ibsen.

Þorsteinn var faðir Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðherra 1956-1971, og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra 1953-1967. Barnabörn hans voru Þorsteinn Gylfason, Þorvaldur Gylfason, Vilmundur Gylfason, Þór Heimir Vilhjálmsson, Yrsa Ingibjörg Vilhjálmsdóttir og Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Allt þjóðþekktir Íslendingar.

Útgefið efni

Ljóð

  • Kvæði (1893)
  • Nokkur kvæði (1904)
  • Ljóðmæli (1920)
  • Dægurflugur (1925)
  • Önnur ljóðmæli (1933)

Bækur

  • Heimsstyrjöldin 1914-1918 og eftirköst hennar (1924)
  • Þættir úr stjórnmálasögu Íslands árin 1896-1918 (1936)

Tenglar


Ritstjóri Skírnis
Ritstjóri Skírnis
(1904 – 1904)
(1904 – 1904)


  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 27 Jun 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.