Þorkell Arngrímsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.Thorkell Arngrímsson
A.K.A.Thorkell Arngrímsson
wasGeologist
Work fieldScience
Gender
Male
Birth1629
Death15 December 1677 (aged 48 years)
The details

Biography

Þorkell Arngrímsson (1629 - 15. desember 1677) er líklega fyrsti Íslendingurinn sem lærði læknisfræði við háskóla. Hann var sonur Arngríms lærða og Sigríðar Bjarnadóttur. Hann lærði í Hólaskóla og síðan guðfræði, náttúrufræði og jarðfræði í Kaupmannahafnarháskóla undir handleiðslu Ole Worm. Var einnig við nám í Leyden og Amsterdam í Hollandi. 1654-56 var hann í Noregi hjá Jørgen Bjelke hirðstjóra í Þrándheimi, bróður Henriks Bjelke höfuðsmanns, og lagði þar stund á lækningar og námarannsóknir.

1658 fékk hann Garða á Álftanesi, tók við þeim 18. desember og hélt til æviloka. Giftist Margréti Þorsteinsdóttur árið 1660 og áttu þau m.a. synina Þórð Þorkelsson Vídalín, rektor og lækni, og Jón Vídalín biskup.

Verk

Þorkell hélt nokkuð nákvæmt og afar merkilegt yfirlit yfir læknisverk sín og samdi að auki lækningabók. Hann þýddi bók Thomas à Kempis, Eftirbreytni Krists (De Imitatione Christi) sem prentuð var á Hólum árið 1676. Hann átti í miklum bréfaskriftum við Ole Worm.

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 05 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.