Sveinbjörn Sveinsson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death1402
The details

Biography

Sveinbjörn Sveinsson (d. 1402) var ábóti í Þingeyraklaustri frá 1384 og tók við eftir lát Gunnsteins ábóta. Hann er sagður hafa verið sonur Sveins álfdælska Ólafssonar. Þingeyraklaustur auðgaðist töluvert á dögum Sveinbjarnar, meðal annars með próventusamningum sem auðugir einstaklingar gerðu við klaustrið.

Talið er að Sveinbjörn ábóti hafi dáið í Svarta dauða 1402, enda er sagt að aðeins einn munkur hafi lifað af í klaustrinu eftir pláguna. Eftirmaður hans var líklega Ásbjörn Vigfússon.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 01 Sep 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.