Runólfur Magnússon

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death1403
The details

Biography

Runólfur Magnússon (d. 1403) var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri og var vígður árið 1378, ári eftir lát Eyjólfs Pálssonar sem þar var ábóti næstur á undan.

Ekki er vitað neitt um uppruna Runólfs og fátt um embættistíð hans en hann var ábóti í rúman aldarfjórðung og dó í Svarta dauða 1403 ásamt sex munkum í klaustrinu, en aðrir sex lifðu eftir. Í annálum segir að einungis hafi lifað eftir einn húskarl í klaustrinu. Eftirmaður Runólfs, Jón Hallfreðarson, var vígður tveimur árum síðar.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 01 Sep 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.