Randver Þorláksson (f. 7. október 1949) er íslenskur leikari. Randver var lengi í sjónvarpsþáttunum Spaugstofan frá 1985 til 2007 þegar dagskrástjóri RÚV sagði honum upp störfum en því var mikið mótmælt. Árið 2015 setti Spaugstofan sýninguna Yfir til þín á svið í Þjóðleikhúsinu en þar var Randver með í för. Það sama má segja um lokaþátt Spaugstofunnar sem sýndur var á skjánum í janúar 2016. Þekktastur er Randver fyrir hlutverk sín sem róninn Örvar og fréttamaðurinn Sigurður Vilbergsson úr Spaugstofunni.
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|
1971 | Hvað býr í blýhólknum | | |
1975 | Áramótaskaupið 1975 | | |
1976 | Áramótaskaupið 1976 | | |
1981 | Áramótaskaupið 1981 | | |
1985 | Áramótaskaupið 1985 | | |
1986 | Áramótaskaupið 1986 | | |
1989 - 2016 | Spaugstofan | | |
1989 | Magnús | Jónas lögfræðingur | |
1992 | Karlakórinn Hekla | Kórfélagi | |
Áramótaskaupið 1992 | | |
1993 | Stuttur Frakki | Örvar | |
Áramótaskaupið 1993 | | |
1994 | Áramótaskaupið 1994 | | |
1995 | Einkalíf | Guðmundur, faðir Nóa | |
1999 | Áramótaskaupið 1999 | | |
2000 | Áramótaskaupið 2000 | | |
2002 | Fálkar | | |
Stella í framboði | Sigfús Jónsson | |
2004 | Áramótaskaupið 2004 | | |
2007 | Áramótaskaupið 2007 | | |
2012 | Steindinn okkar | Skólastjóri | |
2014 | Hreinn Skjöldur | Faðir | |
2017 | Dagur rauða nefsins 2017 | Leigubílstjóri | |
Tengill