Ormur Skeggjason

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death1212
The details

Biography

Ormur Skeggjason (d. 1212) var ábóti í Munkaþverárklaustri og tók líklega við þegar eftir lát Einars Mássonar ábóta 1196.

Ormur var af Svínfellingaætt og frændi Björns Gilssonar ábóta. Hann kom til greina í biskupskjöri á Hólum árið 1201 en Kolbeinn Tumason taldi að Guðmundur prestur Arason yrði ráðþægari, en þar skjátlaðist honum illilega. Guðmundur biskup setti vorið 1204 frænda Orms, Sigurð Ormsson frá Svínafelli, til að rétta við fjárhag staðarins og húsakynni, sem ekki var vanþörf á, og stóð Sigurður sig vel við það verk og byggði upp hús og bætti rekstur klaustursins til muna. Ormur Jónsson frá Svínafelli, faðir Sigurðar, eyddi síðustu æviárunum í klaustrinu og gerðist munkur þar. Það gerði Sigurður raunar sjálfur síðar.

Ekki var þó allt með friði í klaustrinu og er sagt frá því í Sturlungu að þeir Sigurður Ormsson og Hallur Kleppjárnsson tóku prest úr klaustrinu, meiddu hann og limlestu. Ekki er getið um viðbrögð Orms ábóta en Guðmundur biskup bannsetti Sigurð og Hall fyrir verknaðinn.

Ketill Hallsson var orðinn ábóti á Munkaþverá 1222 en ekki er vitað hvort hann tók við af Ormi eða hvort einhver var á milli þeirra.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 31 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.