Ólafur Kalstað Þorvarðsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.Ólafur Kalstad Thorvardsson
A.K.A.Ólafur Kalstad Thorvardsson
wasSports official Association football manager
Work fieldSports
Gender
Male
Birth15 January 1911
Death10 December 1942 (aged 31 years)
Star signCapricorn
The details

Biography

Ólafur Kalstað Þorvarðsson (15. janúar 1911 – 10. desember 1942) var íslenskur knattspyrnumaður, fyrsti forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

Ólafur fæddist í Reykjavík og varð snemma virkur í íþróttastarfi. Hann lék knattspyrnu með Fram og var í úrvalsliði íslenskra knattspyrnumanna sem lék í Þýskalandi sumarið 1935. Auk þess að keppa undir merkjum Fram gegndi Ólafur formannsembættinu í sex ár, frá 1929-35.

Hann var ráðinn fyrsti forstjóri Sundhallarinnar árið 1936 og undirbjó rekstur hennar með því að kynna sér starfrækslu sundhalla í Danmörku og Þýskalandi.

Ólafur missti ungur heilsuna og varð að leggja skóna á hilluna árið 1938. Hann starfaði þó áfram á vettvangi félagsins og sá meðal annars um þjálfun meistaraflokks sumrin 1941 og 1942.

Kjartan, bróðir Ólafs, var einnig virkur í félagsmálum Framara. Hann ritaði mikið um íþróttir í Morgunblaðið og má teljast brautryðjandi í íslenskri íþróttafréttamennsku.

Faðir þeirra Kjartans og Ólafs var Þorvarður Þorvarðsson, fyrsti formaður Leikfélags Reykjavíkur.


Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(1929 – 1935)
(1929 – 1935)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 31 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.