Ólafur Halldórsson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death1614
The details

Biography

Ólafur Halldórsson (d. 1614) var skólameistari í Skálholtsskóla í eitt eða tvö ár um aldamótin 1600 en ekki er þó fullvíst hvenær. Hann varð svo prestur á Stað í Steingrímsfirði.

Ólafur var sonur Halldórs Sigurðssonar á Eyrarlandi í Eyjafirði og seinni konu hans, Sesselju Þorgrímsdóttur. Hann tók líklega við skólameistarastarfinu af Oddi Stefánssyni árið 1600 eða 1601 og gegndi því til 1602, þegar hann varð prestur á Stað. Aðrar heimildir segja þó að Oddur Einarsson hafi verið skólameistari frá 1600. Ólafur var prestur á Stað til dauðadags.

Kona Ólafs var Guðrún Jónsdóttir, dóttir Jóns Egilssonar lögréttumanns á Geitaskarði. Börn þeirra voru Sesselja, kona séra Gottskálks Jónssonar á Fagranesi, Þorleifur sem var smiður og smíðaði stofu á Bessastöðum fyrir höfuðsmanninn Pros Mund, og Guðrún, sem giftist Hermanni Pálssyni skyttu.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 05 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.