Biography
Also Viewed
Quick Facts
Gender |
| |
Death | 1614 |
Biography
Ólafur Halldórsson (d. 1614) var skólameistari í Skálholtsskóla í eitt eða tvö ár um aldamótin 1600 en ekki er þó fullvíst hvenær. Hann varð svo prestur á Stað í Steingrímsfirði.
Ólafur var sonur Halldórs Sigurðssonar á Eyrarlandi í Eyjafirði og seinni konu hans, Sesselju Þorgrímsdóttur. Hann tók líklega við skólameistarastarfinu af Oddi Stefánssyni árið 1600 eða 1601 og gegndi því til 1602, þegar hann varð prestur á Stað. Aðrar heimildir segja þó að Oddur Einarsson hafi verið skólameistari frá 1600. Ólafur var prestur á Stað til dauðadags.
Kona Ólafs var Guðrún Jónsdóttir, dóttir Jóns Egilssonar lögréttumanns á Geitaskarði. Börn þeirra voru Sesselja, kona séra Gottskálks Jónssonar á Fagranesi, Þorleifur sem var smiður og smíðaði stofu á Bessastöðum fyrir höfuðsmanninn Pros Mund, og Guðrún, sem giftist Hermanni Pálssyni skyttu.