Nanna Ólafsdóttir

Icelandic politician
The basics

Quick Facts

IntroIcelandic politician
PlacesIceland
wasPolitician
Work fieldPolitics
Gender
Female
Birth28 January 1915
Death30 January 1992 (aged 77 years)
Star signAquarius
The details

Biography

Nanna Ólafsdóttir (28. janúar 1915 – 30. janúar 1992) var íslenskur sagnfræðingur og stjórnmálamaður.

Ævi og störf

Nanna fæddist í Reykjavík og útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1934. Árið 1958 lauk hún Mag.art.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð hennar fjallaði um Baldvin Einarsson og árið 1961 gaf hún út ævisögu hans, sem er lykilheimild um sögu þessa frumkvöðuls íslenskrar sjálfstæðishreyfingar. Á löngum fræðaferli ritaði Nanna fjölda greina og var ötul á sviði heimildaútgáfu. Nanna starfaði lengst á handritadeild Landsbókasafns Íslands.

Hún var virkur þátttakandi í starfi Sósíalistaflokksins og skrifaði mikið í Melkorku, tímarit kvenna sem fylgdu Sósíalistum að málum og ritstýrði því um tíma. Fjölluðu skrif hennar einkum um jafnréttismál kynjanna. Nanna átti sæti á framboðslista Sósíalista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík árið 1950. Þegar Sigfús Sigurhjartarson lést tveimur árum síðar varð hún bæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins.

Heimildir

  • Páll Líndal og Torfi Jónsson: Reykavík. Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavík 1986.
  • Íslenskir sagnfræðingar: fyrra bindi. Reykjavík 2006.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 05 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.