Biography
Also Viewed
Quick Facts
Gender |
| |
Death | 1609 |
Biography
Lauritz Tygesen Kruse (d. 1609) var danskur embættismaður sem var höfuðsmaður á Íslandi 1588-1591 og bæði á undan og eftir í Noregi.
Kruse var sonur Tyge Kruse í Vingegård á Jótlandi og konu hans Berete Munk. Bróðir hans var Enevold Kruse (1554-1621) landstjóri í Noregi (ekki sami Enevold Kruse og var höfuðsmaður á Íslandi 1601-1606). Lauritz Kruse var höfuðsmaður í Vardøhus og Finnmörku 1581-1587, á Íslandi 1588-1591, aftur í Vardøhus 1596-1597, í Björgvin 1596-1606 og að lokum í Dueholm-klaustri til dauðadags, en hann var jarðsettur 2. júní 1609.
Á meðan hann var í Noregi var hann tvívegis (1586 og 1598) sendur á landamærafundi með Rússum og þegar Kristján 4. Danakonungur heimsótti Noreg árið 1599 tók Kruse á móti honum í bústað sínum í Björgvin.
Heimildir
Hirðstjóri | |
Hirðstjóri | |
(1588 – 1591) | |
(1588 – 1591) |