Jon Sigurdsson fra Kaldadarnesi

Icelandic translator
The basics

Quick Facts

IntroIcelandic translator
PlacesIceland
wasTranslator
Gender
Male
Birth18 February 1886
Death31 October 1957 (aged 71 years)
Star signAquarius
The details

Biography

Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi (18. febrúar 1886 – 31. október 1957) var skrifstofustjóri Alþingis í mörg ár og einn af helstu þýðendum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Hann er þekktastur fyrir þýðingar sínar á skáldsögum Knuts Hamsun. Halldór Laxness kallaði hann „doktor og meistara íslenskrar tungu“. Og hélt áfram: „Honum var léð slík list, að hann þurfti ekki á að halda nema hinum einföldustu og alþýðlegustu orðum til þess að mál hans yrði að dýrum skáldskap“.

Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1906, stundaði síðan nám í norrænum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn, en hvarf brátt að öðrum störfum. Hann var ritari í skrifstofu stjórnarráðs Íslands í Kaupmannahöfn 1909-1912 og fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu 1912-1915. Á árinu 1916 gerðist hann starfsmaður í skrifstofu Alþingis og vann þar um 40 ára skeið, var skrifstofustjóri frá 1921, en lét af þeim störfum sökum aldurs á miðju ári 1956.

Tilvísanir

  1. Morgunblaðið 1968

Tenglar

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 07 Apr 2024. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.