Biography
Also Viewed
The basics
Quick Facts
Gender |
| |
Birth | 1680 | |
Death | October 1736 (aged 56 years) |
The details
Biography
Hallgrímur Jónsson Thorlacius (1680 – október 1736) var skólameistari í Hólaskóla og síðan sýslumaður í Suður-Múlasýslu og bjó í Berunesi.
Foreldrar Hallgríms voru Jón Þorláksson, sýslumaður í Múlasýslum, sonur Þorláks Skúlasonar biskups, og kona hans Sesselja Hallgrímsdóttir. Hallgrímur stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla en kom heim 1708 og varð þá skólameistari á Hólum. Því starfi gegndi hann til 1711, en þá fór hann austur á land og lét faðir hans honum eftir Suður-Múlasýslu. Þar var hann sýslumaður til dauðadags.
Kona Hallgríms var Gróa Árnadóttir (d. 1737), dóttir Árna Árnasonar prests í Heydölum, og áttu þau nokkur börn.