Biography
Also Viewed
The basics
Quick Facts
Gender |
| |
Death | 1377 |
The details
Biography
Eyjólfur Pálsson (d. 1377) varð ábóti í Þykkvabæjarklaustri árið 1354, eftir lát Þorláks Loftssonar. Hann hafði áður verið prestur og ráðsmaður í Skálholti. Hann er talinn hafa verið af Svínfellingaætt.
Í ábótatíð Eyjólfs, árið 1360, voru bein Þorláks Loftssonar ábóta tekin upp og geymd í klausturkirkjunni í Þykkvabæ, því hann var talinn helgur maður. Eyjólfur dó árið 1377 og varð Runólfur Magnússon eftirmaður hans.