Eiríkur Guðmundsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.Eiríkur Gudmundsson
A.K.A.Eiríkur Gudmundsson
Gender
Male
Death23 February 1388
The details

Biography

Eiríkur Guðmundsson (d. 23. febrúar 1388) var íslenskur hirðstjóri seint á 14. öld. Hirðstjóraferill hans varð skammur, hann var veginn á fyrsta ári sínu í embætti.

Talið er líklegt að Eiríkur hafi verið sonur Guðmundar Snorrasonar frá Skarði, bróður Orms Snorrasonar. Hann virðist að minnsta kosti hafa verið nátengdur Skarðverjum. Á jólanóttina 1385 fór Eiríkur ásamt Guðmundi, syni Orms, að Þórði Jónssyni góðamanni. Tóku þeir hann höndum og eftir að Ormur hafði dæmt hann til dauða var hann höggvinn. Vígið þótti níðingsverk og var þeim Guðmundi og Eiríki ekki vært á landinu. Þeir fóru út um sumarið. Guðmundur hvarf í Færeyjum 1388 en Eiríkur kom heim 1387 og hafði þá verið skipaður hirðstjóri af Ögmundi Finnssyni dróttseta í Noregi, sem einnig hafði skipað Narfa Sveinsson lögmann „og þótti nýlunda“. Í sumum annálum segir reyndar að Eiríkur hafi kallað sig hirðstjóra og bendir það til þess að landsmenn hafi ekki verið tilbúnir að viðurkenna hann sem slíkan. Ekki er vitað um tildrög þess að hann var veginn eða hverjir banamenn hans voru.

Heimildir

  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.


Fyrirrennari:
Þorsteinn Eyjólfsson
Hirðstjóri
(1387 – 1388)
Eftirmaður:
Þorsteinn Eyjólfsson
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.