Benedikt Hersten

The basics

Quick Facts

Gender
Male
The details

Biography

Benedikt Hersten (einnig skrifað Histen, Hesten, Horsten, Holsten) var hirðstjóri á Íslandi um aldamótin 1500.

Björn Jónsson segir í Skarðsárannál að Benedikt Hersten hafi orðið hirðstjóri 1499. Sumarið 1500 útnefndi hann á Alþingi ásamt Finnboga Jónssyni lögmanni 24 manna dóm til að skera úr um erfðadeilu þá sem kölluð hefur verið Möðruvallamál. Á sama þingi fékk hann dæmdan dóm um verslun og fiskveiðar Englendinga á Íslandi.

Benedikts Hersten er síðast getið 18. júlí 1502, þegar hann gefur Vigfús Erlendsson kvittan og ákærulausan fyrir „það högg eða blak eða tilræði sem hann veitti Þórði Brynjólfssyni í kirkjudyrunum eða kirkjugarðinum á Krossi í Landeyjum“. Eftir það er hans ekki getið og hefur hann sjálfsagt farið úr landi um haustið því sumarið eftir er Kai von Ahlefeldt tekinn við hirðstjórn.

Heimildir


Hirðstjóri
Hirðstjóri
(14991502)
(14991502)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 24 Jul 2019. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.