Biography
Also Viewed
The basics
Quick Facts
Gender |
| |
Death | 1439 |
The details
Biography
Ásbjörn Vigfússon (d. 1439) var ábóti á Þingeyrum frá því snemma á 15. öld og til dauðadags. Hann var líka orðinn prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi fyrir 1431.
Sveinbjörn Sveinsson ábóti á Þingeyrum lést að öllum líkindum í Svarta dauða 1402, þegar aðeins lifði eftir einn munkur í Þingeyraklaustri, og Ásbjörn varð líklega ábóti skömmu síðar. Árið 1424 seldi hann Einari bónda Bessasyni jörðina Ytri-Ey á Skagaströnd, sem var í eigu klaustursins, og urðu síðar mikil málaferli út af þeirri ráðstöfun. Annars er fátt að segja af ábótaferli Ásbjarnar þótt hann spannaði hátt á fjórða áratug. Eftirmaður hans var Jón Gamlason.