Árni Snæbjarnarson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death1515
The details

Biography

Árni Snæbjarnarson (d. 1515) var prestur í Hruna, Skálholtsráðsmaður, officialis og síðan ábóti í Viðeyjarklaustri frá 1494 til dauðadags. Hann tók við þegar Jón Árnason ábóti lést í plágunni síðari.

Árni var orðinn prestur í Hruna fyrir 1481. Hann er sagður hafa verið mikill fésýslumaður og í tíð hans eignaðist klaustrið allmargar jarðir. Snemma á ábótatíð hans (fyrir 1497) eyðilagðist Viðeyjarkirkja og var endurbyggð.

Börn Árna voru Ingunn Árnadóttir, kona Halldórs Brynjólfssonar ríka í Tungufelli í Hrunamannahreppi, og Jón Árnason sýslumaður í Reykjavík. Frá þeim báðum komu miklar ættir. Árni lést 1515 og tók þá Ögmundur Pálsson, síðar biskup, við ábótadæmi í Viðey.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 31 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.