Andrés Magnússon

Icelandic journalist
The basics

Quick Facts

IntroIcelandic journalist
PlacesIceland
isJournalist
Work fieldJournalism
Gender
Male
Birth1965
Age60 years
The details

Biography

Andrés Magnússon (fæddur 1965) er íslenskur blaðamaður, sem skrifar um stjórnmál og fleira í Viðskiptablaðið. Andrés er búsettur á Englandi, ásamt konu sinni Auðnu Hödd Jónatansdóttur (fædd 1973) og fimm börnum.

Andrés hóf fjölmiðlaferil sinn sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann hefur starfað á ýmsum fjölmiðlum öðrum, meðal annars á DV, Pressunni, Eintaki og Blaðinu (síðar 24 stundum).

Hann hefur mikið fengist við skoðanaskrif og heldur fram hægrisinnuðum viðhorfum. Sem slíkur hefur hann verið reglulegur álitsgjafi í umræðuþáttum á borð við Silfur Egils. Hann var flokksbundinn sjálfstæðismaður um árabil og var virkur í hreyfingu ungra sjálfstæðismanna fyrr á árum. Hann er bróðir Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Andrés sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum 2. febrúar 2011 þegar forysta flokksins afréð að styðja frumvarp um Icesave-samninga á Alþingi.

Auk skrifa um stjórnmál og viðskipti hefur Andrés fjallað talsvert um netið, tölvur og tækni. Hann hefur einnig fengist við upplýsingagrafík og hönnun samhliða blaðamennsku og vann um skeið á auglýsingastofu við hönnun og almannatengsl.

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 26 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.