Biography
Also Viewed
Quick Facts
Gender |
|
Biography
Ambrosius Illiquad (Illiqvod, Illequath, Illequad; nafnið er skrifað á ýmsa vegu í fornbréfum) var hirðstjóri á Íslandi á 15. öld, líklega 1491-1493.
Árið 1491 hélt hann þingfund í Spjaldhaga í Eyjafirði og sótti þar mál gegn Bjarna Ólasyni í Hvassafelli, sem talinn var sekur um sifjaspell með Randíði dóttur sinni. Björn annálaritari á Skarðsá segir að í það skipti hafi hirðstjóranum ekki tekist að fá Bjarna dæmdan til að greiða sekt vegna Hvassafellsmála af því að hann naut liðsinnis Páls Brandssonar á Möðruvöllum, sem hafði með sér „ellefutíu menn hertygjaða“. Sumarið eftir reið Ambrosius aftur norður og þá var Bjarni dæmdur á þriggja hreppa þingi í Spjaldhaga til að sæta upptöku eigna sinna, sem skyldu skiptast til helminga milli konungs og Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups.
Vitað er að Ambrósíus var enn hirðstjóri vorið 1493 því þá gaf hann út bréf á Bessastöðum þar sem hann titlaði sig höfuðsmann og hirðstjóra yfir öllu Íslandi. Líklega hefur hann farið utan það sumar.
Heimildir
- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Hirðstjóri | |
Hirðstjóri | |
(1491 – 1493) | |
(1491 – 1493) |